Háfjallanámskeið Vilborgar Örnu

Góðan og blessaðan,

Velkomin (n) inn í ævintýraheim háfjallamennskunnar. Hér er þitt tækifæri til þess að undirbúa þig undir stórkostlegt ævintýri og magnaða áskorun. Í byrjun næsta árs munum við bjóða upp á undirbúningsnámskeið í háfjallamennsku þar sem farið er yfir allt það helsta sem þarf að kunna skil á, bjóðum upp á æfingar sem miða að auknu úthaldi sem og við þjálfum upp göngu- og öndunartækni ásamt því hvernig maður ber sig að á fjallinu. Í mars munum við svo halda til Nepal og ganga um magnaðan Khumbudalinn, koma við í Everest base camp, upplifa útsýnið af Kala Patthar, ganga yfir Kongma la skarðið og rúsínan í pylsuendanum er að klífa Island peak (6189m). Fjallið er formfagurt og útsýnið af því magnað yfir Himalayafjallgarðinn. Það er frábær áskorun og allir þeir sem hafa stundað markvissa útivist síðustu ár ráða við þessa áskorun. Island peak er mjög heppilegt sem fyrsta fjall í hæð utan landsteinanna. 
Fylgist með!
* indicates required
Email Marketing Powered by Mailchimp